fbpx

Skilmálar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun LM Hönnun. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.lmhonnun.is 

Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

Verð

LM Hönnun áskilur sér rétt til að breyta verði, reglum og skilmálum án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga byrgja. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur. Heildarkostnaður við kaup á vörum er tekinn saman áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntunina eins og vöru, sendingarkostnað o.fl.

Gjaldmiðill: ISK

Persónuupplýsingar

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem nafn, heimilisfang og netfang. Mikið öryggi og fullum trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda lmhonnun.is. Persónuupplýsingum verður ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Okkar markmið er að sjá til þess að meðhöndlun á persónuupplýsingum sé í takt við reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kortum frá Visa og Mastercard. Notast er við örugga greiðslusíðu frá SaltPay hf. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að hætta við pöntun.

Ábyrgðarskilmálar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er með innsigli má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband á netfang lmhonnun@lmhonnun.is ef einhverjar spurningar vakna.

Endurgreiðslustefna

Hægt er að fá endurgreitt allt frá því að lögð er inn pöntun þar til prentað hefur verið út verk.

Ef galli kemur upp í vörum býðst kaupanda ný vara, afturköllun kaupa eða afsláttur. Þetta fer eftir því um hvaða vöru ræðir og hver gallinn er.

Sending

Þegar þú verslar á www.lmhonnun.is færðu vöruna senda með Íslandspósti.

Við sendum vörur í gegn um stærsta póstþjónustukerfi landsins, Íslandspóst (postur.is).

Við sendum frítt þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira – annars reiknast 1.090 kr. – 1.490 kr. sendingargjald á pöntun.

Veljir þú að fá sent á pósthús (1.090 kr.) getur þú nálgast pakkann þinn á næsta pósthúsi eftir 1-4 virka daga (athugið að á mörgum stöðum úti á landi er pakkinn keyrður beint heim þar sem pósthús er ekki nálægt). 

Veljir þú að fá vöruna keyrða heim þá verður hún keyrð út af Póstinum, það ferli getur tekið 1-4 virka daga.

Við leggjum metnað í að varan berist til þín í fullkomnu ásigkomulagi. Þess vegna ábyrgjumst við vandaða pökkun og frágang vörunnar áður en hún fer frá okkur.

Lög um varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.